KF vann grannaslaginn

Það var hart barist í leik KF og Dalvíkur/Reynis þar sem heimamenn í KF unnu 4-1. Mynd: Sævar Geir.
Það var hart barist í leik KF og Dalvíkur/Reynis þar sem heimamenn í KF unnu 4-1. Mynd: Sævar Geir.

KF hafði betur í grannaslagnum gegn Dalvík/Reyni, 4-1, er liðin áttust við á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu sl. föstudag. Þeir Halldór Logi Hilmarsson, Páll Sindri Einarsson, Þórður Birgisson og Trausti Örn Þórðarson skoruðu mörk heimamanna í KF í leiknum en Bessi Víðisson skoraði mark gestanna. Að fjórum umferðum loknum er KF í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig en Dalvík/Reynir hefur sex stig í sjöunda sæti.

Nýjast