Valgerður H. Bjarnadóttir.
Kertafleyting í þágu friðar verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudagskvöldið 8. ágúst kl. 22.30. Í tilkynningu segir að árlega minnumst við þeirra atburða þegar Bandaríkin sprengdu fyrstu kjarnorkusprengjurnar yfir Hiroshima og Nagasaki. 70 ár eru frá glæpunum og enn er fólkið sem þarna býr að kljást við afleiðingarnar. Stríðið á Sýrlandi og í Líbýu hafa orsakað mesta flóttamannavanda eftir síðari heimsstyrjöldina en enn er sprengt.
"Við komum saman við Minjasafnið á Akureyri við tjörnina í þrítugasta skipti og fleytum kertum í þágu friðar. Samstarfshópur um frið verða með kerti til sölu á staðnum. Valgerður H. Bjarnadóttir? mun vera með hugvekju. Allir eru velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta," segir ennfremur í tilkynningu.