Kertaafgangar nýtast vel til kertaframleiðslu

Hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi á Akureyri fer fram umfangsmikil framleiðslustarfsemi. Þar er framleiðsla á kertum stór liður en alls eru framleidd um 40.000 - 50.000 kerti á ári. Framleiðslan stendur yfir árið um kring en kertin fara að mestu leyti í sölu í verslunum í nóvember og desember.  

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur tekur við öllum kertaafgöngum, bræðir þá upp og notar í útikertin vinsælu en einnig eru þar framleidd hefðbundin kerti sem notið hafa mikilla vinsælda. Landsmenn hafa verið allt of "duglegir" við að henda kertafgöngum en það er hráefni sem nýtist vel í kertaframleiðsluna hjá Plastiðjunni. Hægt er að endurnýta allt kertavax og þannig hægt að komast hjá því að það endi í ruslinu. Með því er einnig hægt að spara gjaldeyri, en því sem meira skilar sér af kertaafgöngum til endurvinnslu, því minna þarf að flytja inn af hráefni til framleiðslunnar. Á gámasvæðinu og í Endurvinnslunni á Akureyri er  tekið við kertaafgöngum en einnig getur fólk skilað beint til Plastiðjunnar, sem er til húsa við Furuvelli 1 á Akureyri.

Nýjast