Keppendabúðir Landsmóts UMFÍ verði á Rangárvöllum

Meirihluti framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum beiðni Landsmótsnefndar UMFÍ, þess efnis að koma fyrir keppendabúðum Landsmótsins á túnum á Rangárvöllum sunnan Hlíðarfjallsvegar, í stað fyrri hugmynda í vestanverðum Kotárborgum, ef samkomulag næst við leigjendur svæðisins.  

Gerður Jónsdóttir fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað: "Á þeim erfiðleikatímum sem fyrisjánanlegir eru tel ég að skoða beri þann kost að nýta þá aðstöðu sem er á tjaldsvæðinu að Hömrum frekar en að fara í mjög kostnaðarsamar nýframkvæmdir sem ekki er ljóst hvernig nota á í framtíðinni."

Nýjast