Sverrir Páll Erlendsson hefur verið kennari við Menntaskólann á Akureyri í rúmlega 40 ár. Þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldur er hann ekkert á þeim buxunum að hætta strax. Hann segir það forréttindi að vinna með ungu fólki og vera partur af ríkulegu félagslífi innan skólans. Sverrir Páll hefur sterkar skoðanir á breytingum innan skólakerfisins og segir menntamálayfirvöld á villigötum.
Auk kennslustarfa vann Sverrir lengi í hjáverkum sem útvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og var m.a. einn af stofnendum Svæðisútvarps Norðurlands. Vikudagur kíkti í kaffi til Sverris Páls og spjallaði við hann um starf kennarans, skólakerfið og ástríðu hans fyrir tónlist. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.
-þev