03. nóvember, 2009 - 18:09
Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon og framkvæmdstjóri KEA, Halldór Jóhannsson afhentu í dag styrki úr
Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 76. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Listasafninu
á Akureyri. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 130 umsóknir. Veittir voru 38 styrkir, samtals að
upphæð 8 milljónir króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum.
Þrettán aðilar hlutu almennan styrk, hver að upphæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittar fjórtán viðurkenningar
og styrkir, samtals 2,1 milljón króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,5 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö
íþróttastyrkir voru veittir, samtals að fjárhæð 2,5 milljónir króna.
Almennir styrkir, hver styrkur kr. 150.000,-. Eftirtaldir fengu úthlutun:
- Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.
- Hið þingeyska fornleifafélag.
- Minjasafnið á Akureyri.
- Kammerkór Norðurlands, til tónleikahalds.
- Þorsteinn Gunnarsson til að gefa út rit um verk Björgvins Guðmundssonar tónskálds.
- Sumartónleikar í Akureyrarkirkju.
- Þráður - Hönnunarsamkeppni.
- Ungmennafélagið Efling í Reykjadal.
- Byggðasafnið Hvoll.
- Eyfirskir fornbílar á Akureyri.
- Björn Ingólfsson til ritunar á Sögu Grýtubakkahrepps.
- Karlakór Eyjafjarðar.
- Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð 175.000,-kr.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð 125.000,-kr.
Íþróttastyrkir:
- Landslið Íslands í krullu, kr. 150.000,-
- Golfklúbbur Ólafsfjarðar, kr. 150.000,-
- Hestaíþróttafélagið Þráinn, kr. 800.000,-
- Skíðadeild Völsungs, kr. 400.000,-
- Ungmennafélagið Austri, kr. 200.000,-
- Karatefélag Akureyrar, kr. 300.000,-
- Ungmennafélagið Samherjar, kr. 500.000,-
Þátttökuverkefni:
-
Völuspá, kr. 300.000,-
- Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, kr. 200.000,-
- Siglingaklúbburinn Nökkvi, kr. 300.000,-
- Mótorhjólasafnið á Akureyri, kr. 700.000,-