KEA-menn tilbúnir

„Ég er eins og áður tilbúinn að ræða við samgönguyfirvöld um flýtifjármörgun á Akureyrarflugvelli," segir Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA aðspurður um hvort hugmyndir sem viðraðar voru fyrir um ári af hálfu KEA og einnig af hálfu Akureyrarbæjar varðandi flýtifjármögnun á flugvallarframkvæmdum stæðu enn. Halldór segir málið einfaldlega mjög mikið hagsmunamál fyrir þetta atvinnusvæði, ekki síst í ljósi fyrirhugaðs niðurskurðar aflaheimilda í þorski. Hann segir að ef aðkoma KEA sé líkleg til að liðka fyrir eða hjálpa til við að flýta þessum framkvæmdum muni ekki standa á sér að ræða málið við samgönguyfirvöld. Ítarleg umfjöllun er um málið í Vikudegi.

Nýjast