Á fundi stjórnar Akureyrarstofu greindi framkvæmdastjóri frá fundi sem haldinn var með fulltrúum Iceland Express, Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og nokkurra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Á þeim fundi kom m.a. fram að beint flug flugfélagsins í sumar hefur gengið vel og það hefur þegar í undirbúningi áætlun næsta sumars.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að millilandaflug til Akureyrar hefur gengið vel í sumar og að til stendur að halda því áfram. Stjórnin telur afar mikilvægt að flugið verði tryggt nokkur ár fram í tímann svo það nýtist markvisst í markaðssetningu á ferðaþjónustu á Norðurlandi og að tímabilið verði lengt innan hvers árs. Framkvæmdastjóra falið að fara í nánari viðræður við markaðsskrifstofuna og flugfélagið um hvernig megi ná þessum markmiðum.