Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Altis um kaup á nýrri vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Saundlaug Akureyrar. Nítján tilboð bárust frá fjórum aðilum. Tilboð Altis hljóðar upp á tæpar 100 milljónir króna. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í janúar kaup bæjarins á rennibraut og stigahúsi, eftir að Spennandi ehf. kærði fyrirhuguð innkaup bæjarins og því var auglýst á nýjan leik eftir tilboðum.
Oddur Helgi Halldórsson formaður Fasteigna Akureyrarbæjar segir að rennibrautin verði líklega ekki tekin í notkun fyrr en í haust, vegna þessara tafa. Í upphafi hafi ætlunin verið að taka rennibrautina í gagnið í vor.