Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 22 leikmenn sem mæta Ungverjum og Búlgörum síðar í þessum mánuði í undankeppni Evrópumótsins. Þrír nýliðar eru í hópnum, en það eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir framherji Þórs/KA, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Stjörnunni og Elín Metta Jensen úr Val. Leikið verður við Ungverja á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. Júní, en við Búlgari í Lovech, fimmtudaginn 21. júní.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgården)
Þóra Björg Helgadóttir (Ldb Malmö)
Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir (Pitea IF)
Katrín Jónsdóttir (F) (Djurgården)
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Sif Atladóttir (Kristianstads DFF)
Þórunn Helga Jónsdóttir (Vitoria de Santao Anta)
Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir (Valur)
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Edda Garðarsdóttir (KIF Örebro)
Katrín Ómarsdóttir (Kristianstads DFF)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ldb Malmö)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Framherjar:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Avaldsnes)
Margrét Lára Viðarsdóttir (1. FFC Turbine Potsdam)
Kristín Ýr Bjarnadóttir (Avaldsnes)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Þór)