KA/Þór innbyrti sinn fyrsta sigur í N1- deild kvenna í handbolta er liðið lagði Víking að velli, 29:22, er liðin mættust í Víkinni í gær. Norðanstúlkur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 17:10. Emma Sardarsdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir KA/Þór og þær Arna Valgerður Erlingsdóttir, Inga Dís Sigurðardóttir og Elsa Birgisdóttir 4 mörk hver. Hjá Víkingi var Guðný Halldórsdóttir atkvæðamest með 6 mörk og Diana Nordbek skoraði 5. KA/Þór fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni í vetur, eftir að hafa tapað fimm fyrstu leikjunum, en Víkingur er án stiga eftir sex leiki.