KA/Þór í 8- liða úrslit bikarkeppninnar

KA/Þór komst í kvöld í 8- liða úrslit Eimsbikarkeppni kvenna í handbolta er liðið lagði Víking að velli, 36:13, í KA- heimilinu í kvöld í 16- liða úrslitum keppninnar. Heimastúlkur höfðu leikinn í hendi sér frá fyrstu mínútu og leiddu með 14 mörkum í hálfleik, 18:4. KA/Þór skoraði svo fyrstu sex mörkin í seinni hálfleik og öruggur 23 marka sigur í höfn. 

Unnur Ómarsdóttir var markahæst í lið KA/Þórs í kvöld með 7 mörk og þær Martha Hermansdóttir og Ásdís Sigurðardóttir komu næstar með 6 mörk hvor. Þá varði Selma Sigurðardóttir 7 skot í marki KA/Þórs og Lovísa Eyvindsdóttir varði 6 skot.

Anna María Björnsdóttir var atkvæðamest í liði Víkings með 7 mörk og þá varði Hugrún Lena Hauksdóttir 11 skot i marki gestanna.

Nánar um leikinn í Vikudegi á morgun.

Nýjast