Karlmaður dæmdur fyrir fíkniefnabrot

Maður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, þar af tvo skilorðsbundna, fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Maðurinn fannst með rúmlega eitt gramm af marijúana á Akureyrarflugvelli í vor er hann var að koma úr flugi frá Reykjavík. Skömmu síðar var hann tekinn aftur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum ævilangt. Auk fangelsisdóms var hann einnig dæmdur til þessa að greiða hundrað þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og tæplega 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Sá ákærði hefur margsinnis áður komið við sögu lögreglu en frá árinu 2000 hefur hann hlotið sextán dóma fyrir margvísleg brot.

 

Nýjast