Seinni partinn í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð á Akureyri vegna gruns um að þar færi
fram kannabisræktun. Við leit í íbúðinni fundust fimm kannabisplöntur og fimm hitalampar auk annars búnaðar sem notaður
var við ræktunina. Einnig fannst þýfi úr innbroti í veitingahúsið Strikið á Akureyri. Tveir menn á þrítugsaldri, sem
voru í íbúðinni, voru handteknir og viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa staðið fyrir ræktuninni á kannabisplöntunum og annar
þeirra viðurkenndi að hafa brotist inn á Strikið.