Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr UFA, náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands sem fram fór sl. helgi. Hafdís kom heim hlaðin verðlaunum en hún vann sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hafdís var valinn íþróttamaður ársins á Akureyri fyrir árið 2013, þar sem hún náði einstaklega góðum árangri. Hafdísi hefur gengið vel á árinu og segist sjaldan eða aldrei hafa verið í betra formi.
Hún segir frjálsar íþróttir hafa átt hug hennar allan frá unga aldri en Hafdís var sex ára þegar hún byrjaði að æfa með HSÞ en hún er alin upp í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit.
Ítarlega er rætt við Hafdísi Sigurðardóttur í prentútgáfu Vikudags