Bæjaryfirvöldum er jafnframt gefinn kostur á að tjá sig um kæruna til sama tíma. Málið var til umræðu á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í gær og þar m.a. lagt fram afrit af kærunni og undirskriftalista sem fylgdi. Meirihluti skipulagsnefndar samþykkti að fela bæjarlögmanni og skipulagsstjóra að útbúa greinargerð ásamt gögnum um málið sem send verði til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Byggingarfyrirtækið SS Byggir fékk á dögunum úthlutað reitnum við Undirhlíð til að byggja á fjölbýlishús. Eins og fram hefur komið hefur það verkefni verið sett í biðstöðu á meðan þessi óvissa ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar.