KA steinlá gegn Víkingi R.

Víkingur R. vann öruggan 3:0 sigur gegn KA er liðin mættust í riðli 1 í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í Egilshöll í dag. Halldór Smári Sigurðsson kom heimamönnum í Víkingi 1:0 yfir á 9. mínútu leiksins og áður en flautað var til hálfleiks hafði fyrrum landsliðsmaðurinn Helgi Sigurðsson komið Víking í 2:0 með marki 38. mínútu leiksins. Helgi bætti svo við sínu öðru marki á 57. mínútu í seinni hálfleik og tryggði heimamönnum öruggan 3:0 sigur.

Nýjast