KA og HK mætast í VISA- bikarnum í kvöld

Í kvöld hefjast 32- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu með sjö leikjum. Á KA- velli mætast heimamenn í KA og HK og hefst leikurinn kl. 19:15. Liðin leika bæði í 1. deildinni og mætast einmitt í deildarleik um helgina. Þá fer einn leikur fram í Boganum í kvöld í 1. deild kvenna í knattspyrnu, en þar eigast við Draupnir og Völsungur og hefst sá leikur kl. 20:00.

Nýjast