KA og HK mætast á Þórsvelli í dag í fimmtu umferð á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu kl. 14:00. Þetta
er í annað sinn sem liðin mætast á stuttum tíma en liðin áttust við í 32- liða úrslitum VISA- bikarins sl.
miðvikudag, þar sem KA vann 3:2 á KA- velli eftir framlengingu í hörkuleik. Það má því búast við hörkurimmu
þessara liða í dag. Fyrir leikinn munar tveimur stigum á liðinum, HK hefur sjö stig í fimmta sæti en KA fimm stig í áttunda
sæti.
„Þessi leikur leggst vel í mig og miðað við hvernig við spiluðum við þá í bikarnum að þá eigum góða
möguleika á sigri í dag,“ segir Guðmundur Óli Steingrímsson leikmaður KA.