KA og HK eru kominn í undanúrslit Bridgestonebikarsins í blaki í karlaflokki en seinni undankeppni bikarsins fór fram í KA- heimilinu um helgina í karla- og kvennaflokki. Fyrir mótið höfðu Þróttur Reykjavík og Stjarnan þegar tryggt sig inn í undanúrslitin í karlaflokki og KA og Þróttur N. voru komin áfram í kvennaflokki.
KA vann alla leiki sína á mótinu 2:0 en auk KA og HK kepptu Hamar, UMFG, Þróttur og Hrunamenn á mótinu. Í kvennaflokki voru það HK og Fylkir sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum og verða í potti með KA og Þrótti Neskaupstað.
Dregið verður í undanúrslitum keppninnar í næstu viku og verða undanúrslitin leikin í Laugardagshöllinni, laugardaginn 13. mars næstkomandi, en sjálfir úrslitaleikirnir fara fram á sunnudeginum 14. mars.