KA og Arsenal starfrækja saman knattspynuskóla á Akureyri næsta sumar

Yngriflokkaráð Knattspyrnufélags Akureyrar, KA og  knattspyrnuskóli enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, Arsenal Soccer School, hafa undirrað samkomulag um að starfrækja knattspyrnuskóla á KA-svæðinu á Akureyri dagana 14.-18. júní á næsta ári. Skólinn er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 10-16 ára.  

Kennslan fer fram frá kl. 10-15 frá mánudegi til föstudags og verður boðið upp á heita mat í hádegishléi. Knattpyrnuskólinn verður opinn krökkum af öllu landinu á meðan pláss leyfir en hámarksfjöldi þátttakenda verður 200. Fjórir þjálfarar frá Knattspyrnuskóla Arsenal koma til Akureyrar og munu hafa yfirumsjón með námskeiðinu en þeim til aðstoðar verða knattspyrnuþjálfarar frá KA og Þór. Þá munu nokkrir gestaþjálfarar mæta til leiks og má þar nefna Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara karla, Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara kvenna, Þorvald Örlygsson þjálfara meistaraflokks Fram, Ólaf Kristjánsson þjálfara meistaraflokks Breiðabliks og Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumann hjá Coventry á Englandi.

Byrjað verður að skrá þátttakendur á námskeiðið í byrjun desember nk. og verður það nánar kynnt síðar.

Nýjast