KA mætir Leikni R. á morgun

KA- menn halda suður á bóginn á morgun, föstudag, og mæta liði Leiknis R. á Leiknisvelli í 19. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leiknir R. er í mikilli fallbaráttu í deildinni og þurfa nauðsynlega á öllum stigunum að halda í leiknum.

Gestirnir að norðan koma hins vegar kokhraustir til leiks, enda nýbúnir að leggja topplið ÍBV að velli og eru fullir sjálfstraust. Leikurinn hefst kl. 18:30.

Nýjast