KA mætir HK í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Það verða HK og KA sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í flokki karla. Þetta varð ljóst eftir 3:2 sigur HK á Stjörnunni í dag í öðrum leik liðanna í undanúrslitum. HK vann einvígið 2:0.

Fyrsti leikur KA og HK í úrslitum verður í KA-heimilinu næstkomandi fimmtudag kl. 19.30. Vinna þarf tvo leiki til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum. 

Nýjast