Dregið var í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu, Borgunarbikarnum, í hádeginu í dag. KA fékk heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur en í kvennaflokki dróst Þór/KA gegn fyrstu deildarliði Keflavíkur. Í karlaflokki fara leikirnir fram mánudaginn 25. júní og þriðjudaginn 26. júní en í kvennaflokki verður leikið föstudaginn 29. júní og laugardaginn 30. júní næstkomandi.
16-liða úrslit í karlaflokki:
KA Grindavík
Afturelding Fram
Selfoss KB
Stjarnan Reynir Sandgerði
KR Breiðablik
Víkingur Ól/ÍBV - Höttur
Þróttur R Valur
Víkingur R - Fylkir
16-liða úrslit í kvennaflokki:
KR - HK/Víkingur
Selfoss - FH
ÍBV - Breiðablik
Stjarnan - Fjölnir
Höttur - Valur
Keflavík - Þór/KA
Afturelding - ÍA
Fylkir Haukar