KA komið í úrslit MIKASA- deildar karla
KA er komið úrslit MIKASA- deildar karla í blaki eftir 3:1 sigur gegn Þrótti R. í KHÍ húsinu í kvöld í
öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Þróttur vann fyrstu hrinuna 25:21, en KA vann næstu þrjár hrinur, 25:22, 25:23 og 25:16. KA
vann þar með einvígi liðanna 2:0 og er einu skrefi frá þriðja titlinum í vetur. KA mætir annað hvort Stjörnunni eða HK í
úrslitum.
Nýjast