KA Íslandsmeistari í blaki karla

KA tryggði sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3:0 sigur gegn HK í öðrum leik liðanna, sem fram fór í Digranesi í dag. KA var mun betri aðilinn í leiknum og vann allar þrjár hrinurnar, 25:9, 25:11 og 25:14. KA vann þar með einvígið 2:0. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í blaki í karlaflokki síðan 1991 og er félagið nú handahafandi allra þriggja titlana sem í boði eru, en fyrir voru þeir deildar- og bikarmeistarar.

Nýjast