KA fær Tindastól í heimsókn

KA tekur á móti Tindastóli í dag en liðin eigast við á Akureyrarvelli kl. 14:00 í 1. deild karla í knattspyrnu í fimmtu umferð deildarinnar. Þetta er aðeins annar heimaleikur KA í deildinni á tímabilinu en liðið situr í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig. Tindastóll hefur þrjú stig í sjöunda sæti. Alls eru fimm leikir á dagskrá í 1. deildinni í dag en fimmtu umferðinni lýkur að kvöldi mánudags með leik BÍ/Bolungarvíkur og Þórs á Torfnesvelli.

Nýjast