KA áfram í bikarnum

KA-menn höfðu betur gegn Fjarðabyggð í kvöld.
KA-menn höfðu betur gegn Fjarðabyggð í kvöld.

KA-menn eru komnir áfram í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarnum, eftir 2-0 sigur gegn 2. deildar liði Fjarðabyggðar á Akureyrarvelli í kvöld í 32-liða úrslitum keppninnar. KA-menn höfðu talsverða yfirburði í leiknum en gekk hins vegar afar illa að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en á 73. mínútu að ísinn var brotinn þegar Brian Gilmour lét vaða á markið af löngu færi og boltinn hafnaði í netinu. Fallegt mark sem kom nánast upp úr engu. KA-menn fengu svo dæmda vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka er brotið var á David Disztl innan teigs. Gilmour fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi og gulltryggði sigur KA. Norðanmenn verða því í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.

Nýjast