Vegna týðra fyrirspurna birtist hér uppfærð grein um júgurfeiti. Feiti þessi er nú orðið jafnt notuð af fólki með húðsjúkdóma og sem júgursmyrsl fyrir kýr. Undrafeiti, segja margir. Júgurfeiti góð fyrir psoriasis sjúklinga og börn með exem ??? Já, ekki tóm vitleysa því fjöldi fólks hefur haft samband og staðfest árangur.
Fyrir all mörgum árum fór Rannsóknarstofa Mjólkuriðnaðarins að flytja inn vörur frá austuríska fyrirtækinu Fr. Bruchrucker í Ottensheim og m.a. júgurfeiti sem heitir Dr. Kellers melkfett og sérkennilegt við þessa feiti er að hún er ljósblá að lit. Hún er stundum kölluð Kamillufeiti enda efni úr samnefndri jurt ein af uppistöðum feitinnar eða Azulen sem þýðir einfaldlega blátt en það er unnið úr kamilluolíunni og þykir bæði hafa bakteríudrepandi og græðandi áhrif.
Azulen er þekkt efni m.a.í snyrtivörugeiranum. Þessi ágæta eða jafnvel yfirburða júgurfeiti Dr.Kellers melkfett var síðan fyrir tilviljun prófuð af psoriasissjúklingi sem var afar ílla haldin af sjúkdómi sínum og reyndist stórbæta líðan hennar og síðan í kjölfarið prófað af mörgum sem svipað var ástatt fyrir og virtist í mörgum tilfellum slá á vanlíðan og a.m.k. mýkja upp sár og fleiður þannig að þeir sem þetta hafa prófað eru flestir sammála um að þeim líði betur og sumir hafa talað um að feitin hafi gert kraftaverk.
Þá reyndist þessi ágæta júgurfeiti einnig hafa góð og jafnvel afar góð áhrif á börn með exem s.k. ungbarnaexem (barnapsoriasis) og hafði einn af sérfræðingum í barnalækningum á sjúkrahúsinu á Akureyri séð ástæðu til að vísa foreldrum barna með exem eða húðfleiður á þetta undraefni eftir að hafa séð árangur af notkun þess og sjálf fengið efnið til prufu.
Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því að Dr. Keller júgurfeiti virðist gagnast mannfólkinu og ekki má gleyma að segja frá því að feitin þykir að sjálfsögðu afar góð sem júgurfeiti eins og hún var upphaflega framleidd til.
Undirrituðum var vissulega kunnugt um það enda miðlað henni til bænda í mörg ár.
Kamillufeitin er búin að vera hér á markaði í 12 ár og þrátt fyrir framfarir og framleiðslu margra frábærra efna hefur að mati greinarhöfundar enginn náð að skáka Dr.Kellers melfett bæði sem júgursmyrsli, en ekki síður sem frábæru náttúrulækninga efni.
Með von um að umfjöllun þessi verði til að bæta líðan einhverra psoriasissjúklinga.
-Kristján Gunnarsson ráðgjafi á Bústólpa ehf.