Júdódeild KA mun leggjast niður og allir iðkendur deildarinnar munu núna æfa og keppa undir merkjum Draupnis héðan í frá. Þetta var ákveðið á fundi sem aðalstjórn KA boðaði til og fram fór í KA-heimilinu í kvöld. Ástæðan mun vera helst sú að bæði elstu iðkendur júdódeildarinnar og þjálfarar telja betra að vera í sér félagi. Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, sagði í samtali við Vikudag að mikil eining væri um þessa ákvörðun sem væri tekin í sátt og samlyndi við alla aðila.