Jónas ráðinn framkvæmdastjóri Völsungs á ný

Jónas Halldór Friðriksson. Mynd/ epe
Jónas Halldór Friðriksson. Mynd/ epe

Jónas Halldór Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Völsungs og mun hann hefja störf frá og með næsta hausti. Jónas tekur við starfinu af Þorsteini Marinóssyni sem hefur sinnt starfinu frá því haustið 2017. 

Jónas þekkir félagið vel enda hefur hann áður gengt starfi framkvæmdastjóra Völsungs eða frá vori 2014 fram að hausti 2016. 
Jónas er uppalinn Húsvíkingur og spilaði lengi með meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu. Undanfarið  hefur Jónas búið og starfað í Þingeyjarsveit en jafnframt þjálfað yngri flokka í fótbolta hjá Völsungi.

Skarpur heyrði hljóðið í Jónasi áður en blaðið fór í prentun en hann segir að starfið leggist gríðarlega vel í sig. „Ég hef sinnt þessu starfi áður og það var einn besti tími á mínum starfsferli. Ég sé líka mörg sóknarfæri hjá félaginu sem ég hlakka til að takast á við,“ segir hann. 

Nýjast