Jónas Hallgrímsson í heita pottinum

Bernharð Arnarson, einn forsprakka Leikfélags Hörgdæla les kvæði eftir Jónas Hallgrímsson við mikla …
Bernharð Arnarson, einn forsprakka Leikfélags Hörgdæla les kvæði eftir Jónas Hallgrímsson við mikla athygli fjölmiðlafólks.

Sveitarfélagið Hörgársveit er tveggja ára í dag og í tilefni afmælisins var ákveðið .  að kynna hinn nýjan búning Jónasarlaugar í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk.   Nú er búið að prenta nokkur erindi úr mismunandi ljóðum Jónasar Hallgrímssonar hafa verið   á glerveggi laugarinnar að baki heitu pottunum og við kynningu á hinum nýja búningi í dag lásu   félagar úr Leikfélagi Hörgdæla   ljóð eftir Jónas í heita pottinum.  Að sögn Guðmundar Sigvaldasonar sveitarstjóra er með þessu verið að minna á afmælisdag hins nýja sveitarfélags en hann hefur tæplega náð að festast í fólki á þeim stutta tíma sem liðinn er frá sameiningu.

Laugin hefur nýlega verið lagfærð og skartar sínum fegursta búningi. Með því að prenta ljóðin á glerveggi laugarinnar má njóta náttúrunnar í gegnum ljóð Jónasar, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Jónas var enda allt í senn; skáld, náttúrufræðingur og mikill áhugamaður um sund. Hann þýddi sundleiðbeiningar á íslensku og bjó til nokkur nýyrði sem öllum eru töm í dag, s.s. „bringusund“.  

Nýjast