01. október, 2007 - 09:57
Á morgun, þriðjudaginn 2. október kl. 20.30, mun Jón Ólafsson halda tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri. Þar mun hann flytja valin lög af ferli sínum, þar á meðal nokkur lög úr leikritinu Óvitum en sem kunnugt er hefur Jón samið nýja tónlist við verkið. Á tónleikunum munu gestir meðal annars heyra lögin Flugvélar, Horfðu til himins og Sunnudagsmorgunn. Sérstakir gestir Jóns á tónleikunum verða leikarar úr Óvitum, Elmar Blær, Guðjón Davíð (Gói) og Hallgrímur Ólafsson (Halli). Milli laga mun Jón spjalla við gesti eins og honum er einum lagið. Miðaverð við innganginn er 1800 krónur en verð í forsölu er 1500 krónur. Kortagestum LA bjóðast miðar á einstöku verði í forsölu á aðeins 1300 kr. Miðasölusími LA er 4 600 200 en netsalan er opin allan sólarhringinn á
http://www.leikfelag.is/