Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði Mammúta og íslenska landsliðsins í krullu, hefur verið útnefndur krullumaður ársins 2009. Jón Ingi vinnur þar með nafnbótina í annað sinn en hann var einnig valinn krullumaður ársins árið 2005.
Jón Ingi stýrði liði Mammúta til margra sigra á árinu og er liðið án efa sigursælasta lið ársins 2009. Mammútar sigruðu í fjórum af átta mótum sem liðið tók þátt í og hafnaði í öðru sæti í tveimur mótum til viðbótar.
Jón Ingi stýrði liði Mammúta einnig þegar liðið tók þátt í Evrópumótinu fyrir Íslands hönd núna í desember. Þar náði liðið þeim áfanga að ná fyrsta sigri íslensks landsliðs á Evrópumóti en Mammútarnir sigruðu lið Slóvakíu og Hvíta-Rússlands.