Jólatrjám safnað saman á Akureyri

Íbúum Akureyrar er gert auðveldara fyrir að losa sig við jólatrén úr stofunum sínum dagana 6.–12. janúar. Sérstakir gámar fyrir trén verða við eftirtalda staði:

  • Kaupang
  • Hagkaup
  • Hrísalund
  • Leikvöll við Bugðusíðu
  • Bónus Naustahverfi
  • Bónus Langholti
  • Skautahöll
  • Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð

Trén verða síðan kurluð og notuð við stígagerð og sem yfirlag á trjá- og runnabeð, segir á vef Akureyrarbæjar

Nýjast