Jólaljósin tendruð á Ráðhústorgi

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Á morgun, laugardag, kl. 16:00 hefst athöfn á Ráðhústorgi þar sem koma fram jólasveinar með alls kyns sprell og ljósin verða tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Gert-Ott Kuldpärg spilar nokkur jólalög áður en dagskrá hefst. Jólasveinarnir fjórir af fjöllum koma fram og Hurðaskellir sér um að kynna dagskrána. 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur ávarp, Mette Kjuel Nielssen sendiherra Dana á Íslandi afhendir bæjarbúum tréð og flytur ávarp. Oliver Atlas Petersen kveikir ljósin á jólatrénu og Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Að auki munu félagar úr Norræna félaginu á Akureyri rölta um og gefa smákökur. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast