04. nóvember, 2009 - 17:16
Jóhannes G. Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til
áframhaldandi setu í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili, af persónulegum ástæðum. Jóhannes er eini
bæjarfulltrúi flokksins og hann hefur setið í bæjarstjórn í átta ár, þegar kjörtímabili hans lýkur næsta vor.
Hann tilkynnti þessa ákvörðun sína á aðalfundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri í
gærkvöld. Þar var m.a. rætt um ýmsar leiðir við niðurröðun á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor en
engin ákvörðun tekin.