Jóhann Helgi með þrennu gegn Njarðvík

Jóhann Helgi Hannesson skoraði þrennu fyrir Þór í 5:0 sigri liðsins gegn Njarðvík í  Boganum í dag í A- deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson og Kristján Steinn Magnússon skoruðu sitt markið hvor fyrir Þór.

Með sigrinum er Þór komið í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig, en Njarðvík situr á botninum með 2 stig

Nýjast