Laust fyrir hádegi eða klukkan 11:56 varð jarðskjálfti við jökulsporðinn í Dyngjujökli. Hann var 4,6 að stærð og á 8 km dýpi. Nokkrar tilkynningar hafa borist frá Akureyri um að hann hafi fundist þar. Skjálftavirkni er enn mjög mikil og rúmlega 500 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Þetta kemur fram á mbl.is.
Þar kemur einnig fram að Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera hátt í 40 km langur og benda líkanreikningar byggðir á GPS mælingum til þess að rúmmálsaukningin síðasta sólarhringinn sé 50 milljónir rúmmetra. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun.
Þá mældist klukkan 01:26 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 5,7 í Bárðarbunguöskjunni, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Engar vísbendingar eru um að dragi úr ákafa atburðanna. Einnig kemur fram á mbl.is að fólk á Austurlandi segjist einnig hafa fundið fyrir jarðskjálftanum, meðal annars á Vaðbrekku.