"Þjónustusamningar hafa verið í gildi við Heilbrigðisráðuneytið frá árinu 1997 um heilsugæsluna og öldrunarheimilin, frá árinu 1999 um fangelsisþjónustuna og frá árinu 1990 um sjúkraflutningana. Þetta er í annað sinn sem ráðuneytið framkvæmir úttekt á framkvæmd Akureyrarbæjar á þeim verkefnum sem stofnanir bæjarins sinna samkvæmt þessum samningum," segir ennfremur í bókun bæjarstjórnar. Félagsmálaráð og framkvæmdaráð hafa fjallað um úttektina á sínum fundum og þar er unnið að endurbótum í samræmi við framkomnar ábendingar um það sem betur mætti fara.