Jákvæðri niðurstöðu á úttekt samninga við heilbrigðisráðuneyti fagnað

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða bókun á fundi sínum í gær, þar sem fagnað er jákvæðri niðurstöðu úttektar á þremur samningum milli heilbrigðisráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Úttektin staðfesti að þessi verkefni hafi almennt verið unnin af metnaði og fagmennsku af hálfu starfsfólks viðkomandi stofnana og eru því færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf.  

"Þjónustusamningar hafa verið í gildi við Heilbrigðisráðuneytið frá  árinu 1997 um heilsugæsluna og öldrunarheimilin, frá árinu 1999 um fangelsisþjónustuna og frá árinu 1990 um sjúkraflutningana. Þetta er í annað sinn sem ráðuneytið framkvæmir úttekt á framkvæmd Akureyrarbæjar á þeim verkefnum sem stofnanir bæjarins sinna samkvæmt þessum samningum," segir ennfremur í bókun bæjarstjórnar. Félagsmálaráð og framkvæmdaráð hafa fjallað um úttektina á sínum fundum og þar er unnið að endurbótum í samræmi við framkomnar ábendingar um það sem betur mætti fara.

Nýjast