Magni frá Grenivík tók á móti Hetti er liðin áttust við í annarri umferð í 2. deild karla í knattspyrnu sl. fimmtudag
en leikurinn fór fram í Boganum. Leikurinn lyktaði með 1-1 jafntefli. Það var Ingvar Már Gíslason sem skoraði mark Magna í
leiknum.
Eftir tvær umferðir situr Magni í 2. sæti deildarinnar með fjögur stig.