KA og Tindastóll skildu jöfn, 2-2, er liðin mættust á Akureyrarvelli í fjörugum leik í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Ben Everson kom Tindastól yfir eftir tíu mínútna leik en Brian Gilmour jafnaði metin fyrir KA aðeins fimm mínútum síðar. Ævar Ingi Jóhannesso kom heimamönnum yfir þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum en Ingvi Hrafn Ómarsson jafnaði metin fyrir Tindastól undir lok fyrri háfleiks og þar við sat.
KA hefur fimm stig í áttunda sæti en Tindastóll fjögur stig sæti neðar.
KA missti tvo menn meidda af velli. Ævar Ingi Jóhannesson þurfti yfirgefa völlinn í hálfleik þar sem óttast er að hann sé puttabrotinn og þá meiddist Elmar Dan Sigþórsson fyrirliði KA snemma í síðari hálfleik en óljóst er um alvarleika meiðslana.