Jaðarsvöllur kemur vel undan vetri

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Golfvöllurinn að Jaðri kemur vel undan vetri og eru flatirnar margar orðnar auðarEkki var mikill ís á þeim og ef veðrið helst gott næstu daga verður farið í það að bera áburð á grínin. Talsvert af grænu grasi kom undan klakanum, sem var brotinn upp á öllum flötunum í janúar. Sigmundur Ófeigsson formaður GA segir klúbbinn vonast eftir hlýju vori þar sem Íslandsmót verður haldið á vellinum í júlí en það er í fyrsta sinn síðan um aldamótin að Íslandsmót er haldið að Jaðri.

-Vikudagur, 23. mars

Nýjast