Íþróttaráð telur nauðsynlegt að félagssvæði KKA verði stækkað

Íþróttaráð Akureyrar telur nauðsynlegt að félagssvæði KKA - akstursíþróttafélags torfæru- og vélsleðamanna, verði stækkað fyrir Enduro starfsemi félagsins og sér ekki neina annmarka á því að félaginu verði úthlutað landsvæði samkvæmt tillögu skipulagsnefndar. Íþróttaráð telur einnig vert að skoða framtíðaróskir KKA um stærra svæði.
 

Málið var á einnig til umræðu á síðasta fundi skipulagsnefndar, þar sem skipulagsstjóri lagði fram tillögu að stækkun svæðis KKA til vesturs. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn umhverfisnefndar, íþróttaráðs (f.h. Hlíðarfjalls), Bílaklúbbs Akureyrar og Skotfélags Akureyrar á erindinu á grundvelli framlagðra tillagna um stækkun svæðis KKA. Óskað var eftir viðbrögðum um hvernig þessi starfsemi falli að útvistaráformum á Glerárdal og hagsmunum rekstraraðila/félaga á svæðinu.

Nýjast