Íþróttamaður Akureyrar 2009 útnefndur á miðvikudag

Alls eru fimmtán íþróttamenn tilnefndir í kjöri til Íþróttamanns Akureyrar 2009 en kjörinu verður lýst í hófi í Ketilhúsinu næstkomandi miðvikudagskvöld. Við það tækifæri mun Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri skrifa undir styrktarsamninga við ungt og efnilegt íþróttafólk í bænum.  

Þá mun íþróttaráð Akureyrar veita viðurkenningar til nokkurra einstaklinga sem hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu íþróttamála á Akureyri. Íþróttamennirnir sem tilefndir eru í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2009 eru (í stafrófsröð):

Andrea Ásgrímsdóttir, kylfingur í GA

Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður í UFA

Bjarki Sigurðsson, akstursíþróttamaður í KKA

Bragi Óskarsson, skotmaður í Skotfélagi Akureyrar

Bryndís Rún Hansen, sundkona í Óðni

Gauti Elfar Arnarson, siglingamaður í Nökkva

Guðrún Jóna Þrastardóttir, fimleikakona í FIMAK

Hannes Rúnar Hannesson, knattspyrnumaður í Hömrunum

Ingvar Þór Jónsson, íshokkímaður í SA

Íris Guðmundsdóttir, skíðakona í SKA

Oddur Gretarsson, handknattleiksmaður í Akureyri

Piotr Slawomir Kempisty, blakmaður í KA

Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA

Ragnar S. Ragnarsson, akstursíþróttamaður í BA

Þorbjörn Hreinn Matthíasson, hestamaður í Létti

Nýjast