Íþróttafélagið Þór er 97 ára í dag

Þorsvöllurinn við Hamar. Mynd: Hörður Geirsson.
Þorsvöllurinn við Hamar. Mynd: Hörður Geirsson.

Íþróttafélagið Þór á Akureyri er 97 ára í dag en félagið var stofnað þann 6. júní árið 1915. Í tilefni dagsins er opið hús í Hamri, þar sem boðið er upp á rjómavöfflur og kaffi og eru allir Þórsar og aðrir bæjarbúar hvattir til líta við og þiggja veitingar, hjá þessu elsta starfandi íþróttafélagi bæjarins. Nú þegar hefur fjöldi fólks komið í heimsókn í Hamar. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á íþróttasvæði Þórs við Hamar á undanförnum árum og áratugum og hefur félagið nú yfir að ráða einu glæsilegasta svæði landsins.

Nýjast