26. september, 2010 - 09:42
Íslendingar tróna nú einir á toppnum í C-keppni Evrópumótsins í krullu með þrjá sigra í þremur leikjum, eftir
sigur á Tyrkjum í gær. Liðið leikur tvo leiki í dag, gegn Serbum kl. 10 og Hvít-Rússum kl. 15 að skoskum tíma.
Íslendingar unnu einnig Slóvaka í gær, 6-5, í öðrum leik sínum í C-flokki Evrópumótsins.