Forkeppni Íslandsmótsins í fitness hefst í hádeginu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Í kvöld klukkan 19.00 hefjast
síðan úrslitin. Alls keppa 64 keppendur á Íslandsmótinu en nokkrir eru fastir í ófærð hér og þar um Norðurland.
Vegir til Grenivíkur og Ólafsfjarðar eru lokaðir vegna ófærðar.
Fari svo að keppendur komist ekki í forkeppnina sem hefst í hádeginu munu þeir engu að síður eiga þess kost að stíga á
svið í kvöld. Vonandi rætist úr veðri og færð þegar líður á daginn en ófærðin eykur líklega spennu dagsins
fyrir keppendur sem fyrir voru alveg nógu taugaspenntir.