Íþróttafélagið Eik er stofnað 16. maí árið 1978 og er fyrsta íþróttafélagið sem stofnað var sérstaklega fyrir þroskaheft íþróttafólk. Fyrsti formaður félagsins var Margrét Rögnvaldsdóttir en núverandi formaður er Haukur Þorsteinsson. Íþróttafélagið Eik tók fyrst þátt í Íslandsmóti á vegum ÍF árið 1980 og hefur allt frá þeim tíma lagt mikla áhersla á þátttöku í Íslandsmótum ÍF. Það hefur vakið athygli að landsbyggðarfélög eins og Eik hafa aldrei látið veðurfar eða ófærð spilla þátttöku sé þess nokkur kostur að komast á mótsstað. Mótssetning er kl. 10.00 föstudag 2. nóvember. Keppt verður allan föstudaginn og keppni hefst aftur kl. 11.00 á laugardag. Mótinu lýkur með lokahófi á laugardagskvöld. Dagskrá mótsins er þessi:
Föstudagur 2. nóvember
9:30 - 10:00 Fararstjórafundur
10:00 - 10:40 Mótsetning
Völlur 1 til 12
10:40 - 12:20 6. deild
12:20 - 14:00 5. deild
14:00 - 15:40 4. deild
15:40 - 17:20 3. deild
17:20 - 19:00 2. deild
19:00 - 20:40 1. deild
20:40 Keppni í riðlum deilda lokið
Völlur 13
11:00 - 12:00 U flokkur
13:00 - 16:00 Rennuflokkur
17:20 - 19:00 BC1 til BC4
Spilað til úrslita, verðlaun afhent að loknum hverjum flokki.
Laugardagur 3. nóvember
10:00 - 12:40 Úrslit 4. 5. og 6. deild
12:40 - 14:20 Úrslit 1. 2. og 3. deild
14:30 Verðlaunaafhending í deildum