Ísland upp um fjögur sæti Alþjóðastyrkleikalistans í krullu

Alþjóða krullusambandið, WCF, gaf nýverið út nýjan styrkleikalista þar sem Ísland hækkar sig upp um fjögur sæti, fer úr neðsta sætinu í 38. sæti með 10 stig. Löndin fjögur fyrir neðan Ísland eru Brasilía, Andorra, Kazakhstan og Lúxemborg.

Lið Mammúta frá Skautafélagi Akureyrar skipar íslenska landsliðið í krullu en liðið tók þátt á Evrópumótinu fyrr í vetur í fyrsta skiptið og vann íslenska liðið tvo sigra á mótinu. Þeir sigrar virðast því hafa skilað ágætum árangri.

 

Á toppi styrkleikalistans eru Kanadamenn með 702 stig.

Nýjast